Viðskipti erlent

AGS auðveldar og einfaldar lánaferli sitt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur breytt lánareglum sínum. Nýjar reglur eiga að auðvelda lántöku og einfalda lánaferlið.

Einnig verða sveigjanlegir skilmálar fyrir þær þjóðir sem óska eftir láni og teljast vera með trausta efnahagsstefnu að mati sjóðsins. Þær þjóðir sem teljast í þeim hópi geti fengið háar upphæðir að láni og verða ekki settar undir umdeild skilyrði sem venjan hefur verið að sjóðurinn setji fyrir lánveitingu.

Þetta er talið helst gagnast þeim þjóðum sem talist hafa til þeirra auðugustu í heimi. Forvígismenn sjóðsins segja að allt verði síðan gert til að tryggja fátækari þjóðum neyðaraðstoð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×