Sérkennilegt að Kolbrún sé leiðrétt af Vinstri grænum 23. apríl 2009 14:39 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því afdráttarlaust yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kolbrún sagði olíuvinnslu vera í andstöðu við hugmyndafræði Vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu. Skömmu síðar barst yfirlýsing frá Vinstri grænum sem sagði að flokkurinn leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Árni segir Kolbrúnu hafa bent á að olía væri ekki eldsneyti framtíðarinnar þar sem olía losi við bruna gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda. Ný ríkisstjórn verður að setja sjálfbæra þróun í forgang, að mati Árna. Það sé vissulega ekki efst á forgangslista kjósenda um þessar mundir. „Og sumir stjórnmálaflokkar vilja rányrkja bæði náttúru lands og sjávar til að skapa fleiri störf tímabundið." Þá segir Árni að þrátt fyrir að umhverfismál hafi tæpast verið til umræðu í kosningabaráttunni bendi allt til að Vinstri grænir vinni stórsigur á kjördag. En um leið og umhverfismál beri á góma í kosningabaráttunni og umhverfisráðherra standi í lappirnar gefi forysta flokksins frá sér yfirlýsingu og segi að ummæli ráðherrans standist ekki, segir Árni. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir sérkennilegt að Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra sé leiðrétt af samflokksmönnum sínum og talin svíkja grænar áherslur með því að lýsa yfir efasemdum og andstöðu við tilraunaboranir eftir olíu á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Árni sendi Vinstrihreyfingunni grænu framboði í morgun. Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því afdráttarlaust yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kolbrún sagði olíuvinnslu vera í andstöðu við hugmyndafræði Vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu. Skömmu síðar barst yfirlýsing frá Vinstri grænum sem sagði að flokkurinn leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Árni segir Kolbrúnu hafa bent á að olía væri ekki eldsneyti framtíðarinnar þar sem olía losi við bruna gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda. Ný ríkisstjórn verður að setja sjálfbæra þróun í forgang, að mati Árna. Það sé vissulega ekki efst á forgangslista kjósenda um þessar mundir. „Og sumir stjórnmálaflokkar vilja rányrkja bæði náttúru lands og sjávar til að skapa fleiri störf tímabundið." Þá segir Árni að þrátt fyrir að umhverfismál hafi tæpast verið til umræðu í kosningabaráttunni bendi allt til að Vinstri grænir vinni stórsigur á kjördag. En um leið og umhverfismál beri á góma í kosningabaráttunni og umhverfisráðherra standi í lappirnar gefi forysta flokksins frá sér yfirlýsingu og segi að ummæli ráðherrans standist ekki, segir Árni.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32
Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32
VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51
Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. 23. apríl 2009 12:25