AC Milan vann sinn fimmta leik í röð í ítölsku deildinni í dag þegar liðið van 3-0 heimasigur á Sampdoria. Marco Borriello, Clarence Seedorf og Alexandre Pato skoruðu mörkin á fyrstu 23 mínútum leiksins.
Brasilíumaðurinn Ronaldinho lagði upp fyrstu tvö mörkin en varð síðan að fara útaf á 34. mínútu eftir að hafa tognað á vöðva.
Marco Borriello kom Milan í 1-0 með skallamarki á 1. mínútu eftir sendingu Ronaldonho sem komst nærri því að skora sjálfur skömmu síðar. Ronaldonho lagði síðan upp mark fyrir Clarence Seedorf á 22. mínútu áður en Alexandre Pato skoraði sitt sjöunda deildarmark mínútu síðar.
Þetta var ekki góð vika fyrir Sampdoria sem tapaði 3-0 fyrir Genoa um síðustu helgi og datt út úr bikarnum fyrir Livorno í ítalska bikarnum í vikunni.
AC Milan skoraði þrjú mörk á fyrstu 23 mínútunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti






Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
