Þingflokksfundi sjálfstæðismanna sem átti að halda í Valhöll klukkan þrjú var frestað þar til síðar í dag.
Margir þingmenn voru mættir til fundarins þegar ákveðið var að bíða með fundarhöldin. Þar á meðal var Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún fékk óblíðar móttökur mótmælenda sem hindraði að Ragnheiður kæmist að bílastæði Valhallar. Mótmælandinn sakaði Ragnheiði um að aka á sig og Ragnheiður sá engan kost í stöðunni annan en að kalla til lögreglu.
Betur verður greint frá þessu atviki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Innlent