Vill létta leynd af styrkjum 9. apríl 2009 06:30 opið bókhald Jóhanna mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af styrkveitendum Samfylkingarinnar, sé svo að einhverjir hafi óskað eftir leynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt. „Ég tel að það eigi að birta slíka styrki og það eigi að vera gegnsæi í því og Samfylkingin eigi að vera sjálfri sér samkvæm í því. En það má vera, og ég þarf að kanna það, að á því séu einhverjir annmarkar sem lúta að því að áður en lögin voru samþykkt hafi styrkirnir verið veittir undir því fororði að nöfn styrktaraðila yrðu ekki birt. Sé svo verði aðilar beðnir að aflétta trúnaði.“ Jóhanna segir 30 milljón króna styrk FL-group ótrúlega háan. „Þetta sýnir það hvað var mikilvægt að fara út í það sem ég hef barist fyrir í 10 til 12 ár á þingi að hafa opið og gegnsætt bókhald hjá flokkunum. Sem betur fer komst það í gegn árið 2007 þannig að þetta ætti ekki að geta komið fyrir aftur. En þetta sýnir að það hefði fyrir löngu átt að vera búið að opna bókhald flokkanna.“- kóp Kosningar 2009 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt. „Ég tel að það eigi að birta slíka styrki og það eigi að vera gegnsæi í því og Samfylkingin eigi að vera sjálfri sér samkvæm í því. En það má vera, og ég þarf að kanna það, að á því séu einhverjir annmarkar sem lúta að því að áður en lögin voru samþykkt hafi styrkirnir verið veittir undir því fororði að nöfn styrktaraðila yrðu ekki birt. Sé svo verði aðilar beðnir að aflétta trúnaði.“ Jóhanna segir 30 milljón króna styrk FL-group ótrúlega háan. „Þetta sýnir það hvað var mikilvægt að fara út í það sem ég hef barist fyrir í 10 til 12 ár á þingi að hafa opið og gegnsætt bókhald hjá flokkunum. Sem betur fer komst það í gegn árið 2007 þannig að þetta ætti ekki að geta komið fyrir aftur. En þetta sýnir að það hefði fyrir löngu átt að vera búið að opna bókhald flokkanna.“- kóp
Kosningar 2009 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira