Jose Mourinho er sagður ætla að ræða aftur við ítalska fjölmiðla á morgun er haldinn verður blaðamannafundur fyrir leik Inter og Livorno í ítölsku bikarkeppninni.
Mourinho hefur neitað að fara í viðtöl undanfarnar vikur nema þau sem honum ber samningsbundin skylda til að fara í.
Það sauð svo upp úr um helgina er hann hrinti ítölskum blaðamanni og húðskammaði hann svo í kjölfarið.
Inter er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig, fimm á undan Juventus. Engu að síður hefur hann hlotið þó nokkra gagnrýni í fjölmiðlum sem Mourinho þykir ekki sanngjarnt.