Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað Höskuldur Kári Schram skrifar 2. desember 2009 12:14 Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira