Segir frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis meingallað Höskuldur Kári Schram skrifar 2. desember 2009 12:14 Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Fyrirliggjandi frumvarp um Rannsóknarnefnd Alþingis er meingallað að mati Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Hann segir að frumvarpið geri ráð fyrir að þingið rannsaki sig sjálft og að upplýsingum sé leynt fyrir almenningi. Til stendur að rannsóknarnefnd Alþingis skili skýrslu um orsök og aðdraganda bankahrunsins í lok janúar á næsta ári. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi forsætisnefndar Alþingis verða ekki allar upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar gerðar opinberar. Um er að ræða meðal annars upplýsingar sem snerta fjármál einstaklinga og fyrirtækja. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir því að Alþingi skipi níu manna þingnefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis. „Það er tilfinning okkar hér í Hreyfingunni inni á þingi að öll umgjörð þessa máls, alveg frá upphafi, hún ber keim af því að það sé vilji til þess að málið verði ekki leitt til lykta með fullnægjandi hætti," sagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar. Þór segir nauðsynlegt að skipa sérstaka óháða nefnd sérfræðinga til að fjalla um viðbrögð við skýrslunni. Ekki sé á það treystandi að þingið rannsaki sig sjálft. „Það er alvarlegasti hlutinn við þetta frumvarp. þingið er að skipa nefnd þingmanna til að rannsaka eða hugsanlega til að fara yfir aðild þingmanna að hruninu og það er jafna sem gengur ekki upp," segir Þór og bætir við að almenningur megi ekki fá það á tilfinninguna að verið sé að leyna gögnum. „Þó að rannsóknarnefndin muni að sjálfsögðu birta öll þau gögn sem að hún telur nauðsynleg í skýrslu sinni að þá teljum við í Hreyfingunni að það sé alveg einboðið að allar upplýsingar sem nefndin hefur verið að vinna með, nema kannski einhverjar sem myndu falla undir það sem hægt væri að kalla ýtrustu kröfur um persónuvernd, allar aðrar upplýsingar liggi frammi og verði opnar öllum," sagði hann að lokum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira