Í gærkvöldi tókst að afstýra því að NBA-deildin færi af stað án þess að bestu dómarar Bandaríkjanna væru með flautuna í munninum.
NBA-dómarar hafa verið í mánaðarlöngu verkfalli á meðan samið var um nýja kjarasamninga og lending náðist loksins í málinu í gær.
Mátti líka ekki seinna vera þar sem deildin hefst á þriðjudag með fjórum leikjum.
Minni spámenn sáu um að dæma leikina á undirbúningstímabilinu.