Lawrence Frank var ekki lengur þjálfari New Jersey Nets þegar liðið jafnaði metið yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Frank var rekinn frá liðinu aðeins nokkrum klukkutímum áður en liðið taðið á móti meisturunum í Los Angeles Lakers.
Frank var á sínu sjöunda tímabili með Nets sem aðalþjálfari en hann hafi verið aðstoðarþjálfari Byron Scott í rjú ár þegar hann tók við af Scott 26. janúar 2004.
New Jersey Nets vann 225 leiki og tapaði 241 leikjum undir hans stjórn en Nets vann meðal annars fyrstu þrettán leiki sína undir hans stjórn sem er besta byrjun þjálfara með lið í NBA-deildinni.