Þriðji leikur NBA-meistara Boston Celtics og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsending hefst klukkan 23.00.
Staðan í einvíginu er 1-1 og verður leikið í Orlando í kvöld.
Celtics lenti í æsilegri rimmu gegn Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en komst að lokum áfram eftir oddaleik.
Houston og LA Lakers mætast einnig í nótt en staðan í þeirri rimmu er einnig 1-1.