Sport

Haye ætlar að rota Klitschko-bræður

David "Haymaker" Haye er ekki hræddur við Klitschko-bræður
David "Haymaker" Haye er ekki hræddur við Klitschko-bræður Nordic Photos / Getty Images

Eftir mánaðalangar samningaviðræður eru þeir Wladimir Klitschko og David Haye loksins búnir að skrifa undir samning og bóka bardaga sinn þann 20. júní.

"Það eru 90% líkur á að bardaginn fari fram í Þýskalandi. Það er ekki búið að negla það niður en allt annað er á hreinu," sagði hinn breski Haye í samtali við BBC.

Haye er 28 ára gamall Lundúnabúi og er fyrrum óumdeildur heimsmeistari í léttari flokki. Hann hefur unnið 22 af 23 bardögum sínum, þar af 21 á rothöggi. Hann hefur aðeins tvisvar áður barist í þungavikt og því er ljóst að hann fær erfitt verkefni í júní.

Úkraínumaðurinn Klitschko leggur IBF og WBO beltin sín að veði í bardaganum, en Haye er ekki hræddur við meistarann.

"Síðustu andstæðingar Klitschko voru bleyður. Ég mun rota hann og fara með beltin hans til London. Ég lofa að ég muni rota hann á stórkostlegan hátt. Ég er hans versta martröð. Og þetta er ekki allt, ég ætla líka að taka eldri bróður hans Vitali og hirða af honum WBC beltið. Enginn getur stöðvað mig," sagði Haye drjúgur.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×