Fjórði titill Serenu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2009 12:07 Serena Williams þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum í morgun. Nordic Photos / Getty Images Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira
Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Sjá meira