Staða efnahagsmála verri en talið var 7. apríl 2009 08:45 Rólegt Umsvif á hafnarbakkanum eru nú minni en oft áður, enda hefur innflutningur dregist verulega saman. En útflutningsatvinnuvegirnir eiga líka undir högg að sækja sökum lækkandi söluverðs. Fréttablaðið/GVA Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira