NBA í nótt: Enn tapar New Jersey Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 09:00 Devin Harris og Lawrence Frank, þjálfari New Jersey, í leiknum í nótt. Mynd/AP New Jersey tapaði í nótt sínum fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni og hefur því enn ekki unnið einn einasta leik á tímabilinu til þessa. New Jersey tapaði í nótt fyrir Denver á útivelli, 101-87, og vantar nú aðeins þrjá tapleiki til að jafna „árangur "Miami Heat frá 1988 og LA Clippers frá 1999 sem bæði töpuðu þá fyrstu sautján leikjum tímabilsins. Það er versta byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. New Jersey byrjaði þó ágætlega í leiknum í nótt og komst yfir í upphafi fyrsta leikhluta. Það var þó fljótt að breytast og sigldi Denver fljótlega fram úr og gerði svo út um leikinn í þriðja leikhluta. Denver skoraði alls 60 stig í vítateignum, 29 stig úr hraðaupphlaupum og New Jersey tapaði alls 23 boltum í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver og Nene kom næstur með sautján og níu fráköst. Hjá New Jersey voru Rafer Alston og Devin Harris stigahæstir með nítján stig hvor. Terrenc Williams skoraði fjórtán stig. Alston var eini byrjunarliðsmaðurinn sem komst yfir tíu stig í leiknum. Toronto vann Indiana, 123-112, og tapaði Indiana þar með sínum fjórða leik í röð. Chris Bosh var með sextán stig og tólf fráköst fyrir Toronto. Þetta var tólfta tvöfalda tvennan hans í síðustu fimmtán leikjum. Washington vann Philadelphia, 108-107. Antawn Jamison var með 32 stig og fjórtán fráköst fyrir Washington en eigandi liðsins, Abe Pollin, lést í gær, fáeinum klukkustundum fyrir leikinn. Nick Young skoraði 20 stig en Caron Butler gat ekki spilað vegna meiðsla. Oklahoma City vann Utah, 104-94. Kevin Durant skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Jeff Green var með nítján stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Golden State vann Dallas, 111-103. Monta Ellis skoraði 37 stig og Anthony Morrow bætti við 27. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og tíu fráköst. LA Lakers vann New York, 100-90. Kobe Bryant skoraði 34 stig og Pau Gasol ellefu auk þess sem hann tók sextán fráköst. Ron Artest var með sautján stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
New Jersey tapaði í nótt sínum fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni og hefur því enn ekki unnið einn einasta leik á tímabilinu til þessa. New Jersey tapaði í nótt fyrir Denver á útivelli, 101-87, og vantar nú aðeins þrjá tapleiki til að jafna „árangur "Miami Heat frá 1988 og LA Clippers frá 1999 sem bæði töpuðu þá fyrstu sautján leikjum tímabilsins. Það er versta byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. New Jersey byrjaði þó ágætlega í leiknum í nótt og komst yfir í upphafi fyrsta leikhluta. Það var þó fljótt að breytast og sigldi Denver fljótlega fram úr og gerði svo út um leikinn í þriðja leikhluta. Denver skoraði alls 60 stig í vítateignum, 29 stig úr hraðaupphlaupum og New Jersey tapaði alls 23 boltum í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver og Nene kom næstur með sautján og níu fráköst. Hjá New Jersey voru Rafer Alston og Devin Harris stigahæstir með nítján stig hvor. Terrenc Williams skoraði fjórtán stig. Alston var eini byrjunarliðsmaðurinn sem komst yfir tíu stig í leiknum. Toronto vann Indiana, 123-112, og tapaði Indiana þar með sínum fjórða leik í röð. Chris Bosh var með sextán stig og tólf fráköst fyrir Toronto. Þetta var tólfta tvöfalda tvennan hans í síðustu fimmtán leikjum. Washington vann Philadelphia, 108-107. Antawn Jamison var með 32 stig og fjórtán fráköst fyrir Washington en eigandi liðsins, Abe Pollin, lést í gær, fáeinum klukkustundum fyrir leikinn. Nick Young skoraði 20 stig en Caron Butler gat ekki spilað vegna meiðsla. Oklahoma City vann Utah, 104-94. Kevin Durant skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Jeff Green var með nítján stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Golden State vann Dallas, 111-103. Monta Ellis skoraði 37 stig og Anthony Morrow bætti við 27. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og tíu fráköst. LA Lakers vann New York, 100-90. Kobe Bryant skoraði 34 stig og Pau Gasol ellefu auk þess sem hann tók sextán fráköst. Ron Artest var með sautján stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira