Stórlið Real Madrid er í smá vandræðum þessa dagana enda leikmenn að meiðast. Xabi Alonso, Pepe og Ezequiel Garay meiddust allir í leiknum gegn Sporting Gijon í gær.
Fyrir voru á meiðslalistanum Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain, Karim Benzema og svo að sjálfsögðu Ruud Van Nistelrooy.
Manuel Pellegrini, þjálfari Real, er því eflaust með smá hausverk en framundan er leikur gegn Getafe í deildinni og svo bikarleikur gegn Alcorcon.