Þankar á lágu plani um ESB 29. apríl 2009 06:00 Mikið vildi ég að Björgvin Halldórsson væri meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það vantar nefnilega talsvert grúv í þessa gerilsneyddu pólitísku veröld. Það vantar töffara með kjark sem þarf ekki vandræðagang um völundarhús lýðræðisins til þess að koma málum á braut beins lýðræðis. Margsinnis heyri ég þá gagnrýni frá mönnum sem þekkja betur til málanna en meðaljóninn að umræða um eitthvert málefni sé ekki komin jafn langt og í nágrannalöndunum eða sé ekki á nægilega háu plani. Þetta er sennilega það versta sem stjórnmálamenn heyra og því bregðast þeir við með því að setja málin í farveg þaðan sem þau eiga að koma á himinháu plani. Evrópumálin hafa oft fengið þessa einkunn. Mestu sérfræðingar landsins hafa tjáð sig um það með rökum og mótrökum en það er eins og ævarandi byrjendabragurinn losni ekki frá þessu bitbeini. Evrópunefndir hafa verið settar á laggirnar og skilað sínum álitum en ekkert „þroskast umræðan" eins og spekingarnir segja. Nú hefur verið settur á laggirnar stýrihópur og eflaust vonast stjórnmálamennirnir til að umræðan fikrist upp á ögn hærra plan. Þetta er náttúrulega alveg ágætt að því leyti að við sem fylgjumst með fáum alltaf ögn meira af upplýsingum og getum því fóðrað afstöðu okkar ágætlega. En svo er það verstur fjári að þegar menn eru orðnir býsna vel að sér í málinu og hafa mótað vel ígrundaða afstöðu þá kemur í ljós að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins uns farið hefur verið í aðildarviðræður og samningurinn liggur á borðinu. Þegar ég verð vitni að svona hringlandahætti eða þá að leikþætti frá Ástþóri Magnússyni óska ég þess heitast að lýðræðið væri aðeins minna þrátt fyrir alla sína kosti. Mín vegna mætti líka vera minna af ferlum, sérfræðiálitum og háum plönum en þeim mun meira af áræðni, hreinskilni og brjóstviti. Til dæmis ef Bjöggi væri í þessari stöðu myndi hann örugglega segja, „hey folks! Nýr stýrihópur; sama málið. What"s it gonna be? Á þjóðin að fá að sing along eða ekki? Nú, teljum þá í." Þetta er svo sem ekki á neitt sérlega háu plani en svei mér þá ef þetta virkar ekki betur en farvegurinn margumtalaði sem málin fara iðulega í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Mikið vildi ég að Björgvin Halldórsson væri meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Það vantar nefnilega talsvert grúv í þessa gerilsneyddu pólitísku veröld. Það vantar töffara með kjark sem þarf ekki vandræðagang um völundarhús lýðræðisins til þess að koma málum á braut beins lýðræðis. Margsinnis heyri ég þá gagnrýni frá mönnum sem þekkja betur til málanna en meðaljóninn að umræða um eitthvert málefni sé ekki komin jafn langt og í nágrannalöndunum eða sé ekki á nægilega háu plani. Þetta er sennilega það versta sem stjórnmálamenn heyra og því bregðast þeir við með því að setja málin í farveg þaðan sem þau eiga að koma á himinháu plani. Evrópumálin hafa oft fengið þessa einkunn. Mestu sérfræðingar landsins hafa tjáð sig um það með rökum og mótrökum en það er eins og ævarandi byrjendabragurinn losni ekki frá þessu bitbeini. Evrópunefndir hafa verið settar á laggirnar og skilað sínum álitum en ekkert „þroskast umræðan" eins og spekingarnir segja. Nú hefur verið settur á laggirnar stýrihópur og eflaust vonast stjórnmálamennirnir til að umræðan fikrist upp á ögn hærra plan. Þetta er náttúrulega alveg ágætt að því leyti að við sem fylgjumst með fáum alltaf ögn meira af upplýsingum og getum því fóðrað afstöðu okkar ágætlega. En svo er það verstur fjári að þegar menn eru orðnir býsna vel að sér í málinu og hafa mótað vel ígrundaða afstöðu þá kemur í ljós að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins uns farið hefur verið í aðildarviðræður og samningurinn liggur á borðinu. Þegar ég verð vitni að svona hringlandahætti eða þá að leikþætti frá Ástþóri Magnússyni óska ég þess heitast að lýðræðið væri aðeins minna þrátt fyrir alla sína kosti. Mín vegna mætti líka vera minna af ferlum, sérfræðiálitum og háum plönum en þeim mun meira af áræðni, hreinskilni og brjóstviti. Til dæmis ef Bjöggi væri í þessari stöðu myndi hann örugglega segja, „hey folks! Nýr stýrihópur; sama málið. What"s it gonna be? Á þjóðin að fá að sing along eða ekki? Nú, teljum þá í." Þetta er svo sem ekki á neitt sérlega háu plani en svei mér þá ef þetta virkar ekki betur en farvegurinn margumtalaði sem málin fara iðulega í.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun