Grótta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla eftir sigur á Selfossi á útivelli, 31-30. Bæði lið leika í 1. deild karla.
Leikurinn var æsispennandi en grípa þurfti til framlengingar. Þegar tvær mínútur voru eftir af henni átti Selfoss möguleika á að komast tveimur mörkum yfir í stöðunni 30-29. Gróttumenn skoruðu hins vegar síðustu tvö mörk leiksins og fögnuðu sætum sigri.
Grótta mætir annað hvort Val eða FH í úrslitunum þann 28. febrúar næstkomandi en síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í Vodafone-höllinni þann 8. febrúar næstkomandi.
