Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic hefur yfirgefið æfingabúðir Inter í Bandaríkjunum. Hann er nú að fara að ganga frá félagaskiptum sínum yfir til spænska liðsins Barcelona.
Samuel Eto'o er að fara hina leiðina, yfirgefa Börsunga og ganga til liðs við Inter.
Zlatan kvaddi leikmenn Inter formlega í gær og er á leið heim til Svíþjóðar. Þaðan mun hann síðan fljúga til Spánar á næstu dögum til að ganga frá lausum endum.