Lazio sló Juventus út úr ítölsku bikarkeppninni í kvöld með góðum útisigri, 1-2, á Delle Alpi. Lazio vann fyrri leikinn einnig 2-1 og fer örugglega áfram.
Það var Alessandro Del Piero sem skoraði mark Juve eftir að Lazio hafði komist í 0-2 með mörkum frá Mauro Matias Zarate og Aleksandar Kolarov.
Mauro Camoranesi, varnarmaður Juventus, fékk síðan að líta rauða spjaldið á 82. mínútu.