Það gerist ekki oft á tímabilinu að öll lið NBA-deildarinnar spili á sama deginum en slíkt var tilfellið í nótt eftir að öll lið fengu frí á nýársdag.
Boston og LA Lakers, efstu lið Austur- og Vesturdeildarinnar, unnu bæði sína leiki í nótt. Boston vann sigur á Washington, 108-103, þar sem Paul Pierce skoraði 26 stig.
Lakers vann svo góðan sigur á Utah, 113-100. Kobe Bryant fór á kostum í leiknum og skoraði 40 stig. En það var Trevor Ariza sem var hetja leiksins. Hann stal boltanum tvívegis á lokamínútum leiksins og kom Lakers í þægilega forsytu. Alls var hann með tólf stig, níu fráköst og fimm stolna bolta.
Cleveland er ekki með mikið verri heildarárangur en Boston og er enn eina liðið sem er ósigrað á heimavelli. Cleveland vann í nótt Chicago, 117-92, þar sem LeBron James náði þrefaldri tvennu - sextán stigum, ellefu stoðsendingum og tíu fráköstum.
Úrslit allra leikja í nótt:
Orlando - Miami 86-76
Toronto - Houston 94-73
Boston - Washington 108-83
Cleveland - Chicago 117-92
New Jersey - Atlanta 93-91
New York - Indiana 103-105
Detroit - Sacramento 98-92
Memphis - San Antonio 80-91
Minnesota - Golden State 115-108
Oklahoma - Denver 120-122
Dallas - Philadelphia 96-86
Milwaukee - Charlotte 103-75
Phoenix - LA Clippers 106-98
Portland - New Orleans 77-92
LA Lakers - Utah 113-100
NBA í nótt: Öll liðin spiluðu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn


Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn