Umboðsmaður Allen Iverson segir sinn mann ekki vera tilbúinn að setja punktinn á bak við NBA-feril sinn þrátt fyrir að hafa látinn fara frá Memphis Grizzlies í vikunni. Iverson er orðinn 34 ára gamall en hann hefur skorað 27,0 stig að meðaltali í 889 leikjum í9 NBA-deildinni.
Iverson ætti að verða laus allra mála eftir nokkra daga og getur þá samið við hvaða lið sem er í NBA-deildinni. „Það engin vafi í mínum huga að hann vill halda áfram að spila," sagði Gary Moore, umboðsmaður Iverson.
„Hann mun halda sér í formi og æfa á hverjum degi þar til að hann heyrir í einhverjum," bætti Moore við. New York Knicks hefur verið orðað við Iverson en margir telja að Iverson myndi blómstra í leikstíl Mike D'Antoni.

