Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór 26. mars 2009 14:20 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07