Atletico Madrid mun á næstunni bjóða framherjunum Diego Forlan og Sergio Aguero nýja og betri samninga hjá félaginu.
Áður en af því verður þarf félagið samt endanlega að tryggja sig inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Atletico mætir Panathinaikos í keppninni á morgun og leiðir, 3-2, eftir fyrri leikinn.
Fjölmörg félög í Evrópu hafa gengið með grasið í skónum á eftir þeim félögum sem hafa farið á kostum með spænska félaginu.
Atletico vonast til þess að klára samningamálin við Forlan fyrir næstu mánaðarmót en samningaviðræður við Aguero munu taka lengri tíma og Atletico stefnir á að klára það dæmi fyrir áramót.
Aguero er annars samningsbundinn félaginu til ársins 2012 og Forlan til 2011.