Mannlegt vald Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun