Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Fiorentina kjöldró Roma, 4-1, og Udinese vann góðan útisigur á Chievo, 1-2.
Alberto Gilardino fór mikinn i liði Fiorentina í kvöld og skoraði tvö mörk. Hin mörkin skoruðu Juan Vargas og Massimo Gobbi. Julio Baptista skoraði eina mark Rómverja fjórum mínútum fyrir leikslok.
Gaetano D´Agostino skoraði bæði mörk Udinese í sigrinum á Chievo. Sergio Pellissier skoraði marka heimamanna.
Fiorentina í fimmta sæti, þrem stigum á undan Roma sem er í sjötta sæti deildarinnar.
Udinese er í tíunda sæti og Chievo í því sextánda.
Inter á titilinn næsta vísan. Er tíu stigum á undan AC Milan í efsta sætinu.