Helga Sigrún hjólar í Siv 25. febrúar 2009 14:51 Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna. Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Siv Friðleifsdóttir situr í því sæti og sækist eftir endurkjöri. Prófkjör um efstu sæti á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu fer fram laugardaginn 7. mars. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. ,,Að vandlega yfirlögðu ráði og fyrir hvatningu og stuðning fjölmargra framsóknarmanna í SV kjördæmi hef ég nú ákveðið að sækjast eftir 1. sæti á lista þeirra í kjördæminu. Byggir sú ákvörðun á eindreginni áskorun grasrótar framsóknarmanna, kalli hennar eftir nýliðun og breytingum á forystu flokksins og er hún jafnframt í samræmi við þær miklu breytingar sem orðið hafa um land allt og einkenna lista framsóknarmanna fyrir komandi alþingiskosningar," segir Helga Sigrún í tilkynningu. Helga vill bjóða fram krafta sína til að auka lýðræði, vinna að meiri jöfnuði og ekki síst sanngjarnari leikreglum. Með þau gildi að leiðarljósi vil hún leggja sitt af mörkum við endurreisn samfélagsins. ,,Stjórnlagaþing, þar sem stórum spurningum um uppbyggingu stjórnkerfisins er vísað til þjóðarinnar sjálfrar, er grundvallaratriði til að hér náist sátt um þær leikreglur. Íslenskt hagkerfi er miðstýrðara en víðast hvar í vestrænum heimi og bein afskipti stjórnmálaflokka af viðskipta- og atvinnulífi eru óvíða meiri. Hverfa þarf af þeirri braut. Ég vil vinna að því að hér þrífist öflugt atvinnulíf, heilbrigð þjóð og kröftugt velferðarkerfi," segir Helga Sigrún. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Gefur ekki kost á sér í Suðurkjördæmi Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist ekki eftir sæta á framboðslista flokksins í kjördæminu. Helga Sigrún hyggst tilkynna um helgina hvort hún gefi kost sér til Alþingis og þá í hvaða kjördæmi. 20. febrúar 2009 13:50 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Siv Friðleifsdóttir situr í því sæti og sækist eftir endurkjöri. Prófkjör um efstu sæti á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu fer fram laugardaginn 7. mars. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. ,,Að vandlega yfirlögðu ráði og fyrir hvatningu og stuðning fjölmargra framsóknarmanna í SV kjördæmi hef ég nú ákveðið að sækjast eftir 1. sæti á lista þeirra í kjördæminu. Byggir sú ákvörðun á eindreginni áskorun grasrótar framsóknarmanna, kalli hennar eftir nýliðun og breytingum á forystu flokksins og er hún jafnframt í samræmi við þær miklu breytingar sem orðið hafa um land allt og einkenna lista framsóknarmanna fyrir komandi alþingiskosningar," segir Helga Sigrún í tilkynningu. Helga vill bjóða fram krafta sína til að auka lýðræði, vinna að meiri jöfnuði og ekki síst sanngjarnari leikreglum. Með þau gildi að leiðarljósi vil hún leggja sitt af mörkum við endurreisn samfélagsins. ,,Stjórnlagaþing, þar sem stórum spurningum um uppbyggingu stjórnkerfisins er vísað til þjóðarinnar sjálfrar, er grundvallaratriði til að hér náist sátt um þær leikreglur. Íslenskt hagkerfi er miðstýrðara en víðast hvar í vestrænum heimi og bein afskipti stjórnmálaflokka af viðskipta- og atvinnulífi eru óvíða meiri. Hverfa þarf af þeirri braut. Ég vil vinna að því að hér þrífist öflugt atvinnulíf, heilbrigð þjóð og kröftugt velferðarkerfi," segir Helga Sigrún.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Gefur ekki kost á sér í Suðurkjördæmi Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist ekki eftir sæta á framboðslista flokksins í kjördæminu. Helga Sigrún hyggst tilkynna um helgina hvort hún gefi kost sér til Alþingis og þá í hvaða kjördæmi. 20. febrúar 2009 13:50 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Gefur ekki kost á sér í Suðurkjördæmi Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist ekki eftir sæta á framboðslista flokksins í kjördæminu. Helga Sigrún hyggst tilkynna um helgina hvort hún gefi kost sér til Alþingis og þá í hvaða kjördæmi. 20. febrúar 2009 13:50