Blanc vill ná mun betri árangri í Meistaradeildinni Ómar Þorgeirsson skrifar 1. júní 2009 14:23 Fögnuður aðdáenda Bordeaux um helgina. Mynd/Nordicphotos/Getty Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Enginn efast um árangur hins 43 ára gamla Blanc en hann gerir sjálfur lítið úr eigin ágæti í viðtali við heimasíðu UEFA og eignar leikmönnum sínum mestan heiðurinn. Blanc er jafnframt strax farinn að leggja á ráðinn fyrir næstu leiktíð og vill að Bordeaux nái að festa sig betur í sessi í Meistaradeildinni. "Leikmennirnir eru eins og leikarar á sviði en þjálfararnir eru bara einhvers staðar baka til og geta ekki haft mikil áhrif á hvað er að gerast á sviðinu. Þjálfari er ekkert án góðra leikmanna. Ég bý að frábærum leikmannahópi hjá Bordeaux. Það væri ánægjulegt að geta náð talsvert lengra í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er stefnan," segir Blanc. Blanc getur glaðst yfir því að Yoann Gourcuff, sem valinn var leikmaður tímabilsins í Frakklandi, hefur gengið frá félagsskiptum sínum frá AC Milan til Bordeaux en hann var í láni hjá franska félaginu á nýafstaðinni leiktíð. Þá hefur framherjinn Marouane Chamakh einnig látið í ljós vilja sinn að vera áfram hjá félaginu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Enginn efast um árangur hins 43 ára gamla Blanc en hann gerir sjálfur lítið úr eigin ágæti í viðtali við heimasíðu UEFA og eignar leikmönnum sínum mestan heiðurinn. Blanc er jafnframt strax farinn að leggja á ráðinn fyrir næstu leiktíð og vill að Bordeaux nái að festa sig betur í sessi í Meistaradeildinni. "Leikmennirnir eru eins og leikarar á sviði en þjálfararnir eru bara einhvers staðar baka til og geta ekki haft mikil áhrif á hvað er að gerast á sviðinu. Þjálfari er ekkert án góðra leikmanna. Ég bý að frábærum leikmannahópi hjá Bordeaux. Það væri ánægjulegt að geta náð talsvert lengra í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er stefnan," segir Blanc. Blanc getur glaðst yfir því að Yoann Gourcuff, sem valinn var leikmaður tímabilsins í Frakklandi, hefur gengið frá félagsskiptum sínum frá AC Milan til Bordeaux en hann var í láni hjá franska félaginu á nýafstaðinni leiktíð. Þá hefur framherjinn Marouane Chamakh einnig látið í ljós vilja sinn að vera áfram hjá félaginu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira