Akureyringar með bakið upp við vegg Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 17:59 Andri Snær í leik gegn FH. Mynd/Akureyri Handboltafélag Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Það var ekki búist við miklu af Akureyri í handboltanum í vetur. Liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum en vann svo sex næstu leiki og sat um skeið í efsta sæti deildarinnar. Nú róa þeir lífróður fyrir sæti sínu í deildinni, þeir verða að vinna Fram í lokaumferðinni eða treysta á að Stjarnan tapi fyrir Haukum til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni. Akureyri var lengi vel yfir gegn Valsmönnum í dag en töpuðu leiknum á lokasprettinum. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist í vetur. "Við verðum að klára þessa leiki. Við höfum verið að spila vel, til dæmis gegn Haukum og núna gegn Val, en vantað herslumuninn í restina," sagði Akureyringurinn Andri Snær Stefánsson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Hann var þá staddur á Reykjavíkurflugvelli og sá fram á að töf yrði á fluginu norður vegna veðurs. Akureyri vann eins og áður sagði sex leiki í röð en þá tók við hrikalegur kafli. Liðið tapaði gegn Haukum, Stjörnunni, Víkingi og Val áður en það gerði jafntefli við Fram. Það tapaði fyrir FH, vann Víking, gerði jafntefli gegn HK en tapaði svo fyrir Stjörnunni, Haukum og í dag fyrir Val. Liðið hefur því aðeins fengið fjögur stig af 24 mögulegum í síðustu tólf leikjum. "Við erum algjörlega komnir með bakið upp við vegg. Síðasti leikurinn gegn Fram verður algjör úrslitaleikur, annars þurfum við kannski að fara í umspil. Það kemur hreinlega bara ekki til greina. Það eru okkur rosaleg vonbrigði hvernig tímabilið hefur spilast eftir góða byrjun," sagði Andri. "Við náðum geðveikum kafla og vorum efstir á tímabili sem enginn bjóst við nema við sjálfir kannski. En ég er sannfærður um að við vinnum Fram," sagði Andri Snær ákveðinn. Árni Þór Sigtryggsson var markahæstur Akureyringa í dag með átta mörk en Björn Óli Guðmundsson skoraði fimm. Oddur Grétarsson og Hörður Fannar Sigþórsson skoruðu tvö mörk og þeir Heiðar Þór Aðalsteinsson og Þorvaldur Þorvaldsson tvö mörk. Fannar Friðgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Val, Arnór Þór Gunnarsson fimm og Akureyringurinn Heimir Örn Árnason fjögur. Orri Gíslason og Sigfús Páll Sigfússon skoruðu þrjú mörk, Ingvar Árnason tvö og Hjalti Gylfason og Hjalti Pálmason sitt markið hvor.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira