Krókódíllinn Einar Már Jónsson skrifar 4. mars 2009 06:00 Einhvern tíma í janúar upplauk Brice Hortefeux, félagsmálaráðherra Frakklands, upp sínum stóra túla og mælti þá orð sem um leið urðu fleyg: „Maður móðgar ekki krókódílinn áður en hann fer yfir fljótið." Þessu til skýringar er rétt að geta þess, að áður en Brice Hortefeux fékk þá stöðu sem hann gegnir nú var hann um skeið innflytjendaráðherra frönsku stjórnarinnar og lærði þá langar runur af spakmælum og orðskviðum upprunnum úr hinni svörtustu Afríku. Hefur hann þennan vísdóm frá Suðurálfu nú á hraðbergi við öll tækifæri og er þetta nokkuð merkilegt dæmi um það hvernig stjórnmálamenn geta lært af erfiðri reynslu. En ástæðan fyrir því að Brice Hortefeux fór að leiða hugann að stygglyndum krókódílum var sú að hinn 29. janúar höfðu verið boðuð eins dags verkföll um allt Frakkland. Og þegar sá dagur nálgaðist urðu margir til að rifja upp orð sem Sarkozy forseta höfðu hrotið af vörum í júlí síðasta sumar: „Þegar gert er verkfall í Frakklandi tekur enginn eftir því lengur." Einnig minntust menn annars sem forsetinn hafði sagt nokkru síðar: „Ég hlusta á það sem menn segja við mig, en ég tek ekkert tillit til þess." Nú virtust þessi ummæli með endemum klaufaleg. Allt benti nefnilega til þess að þeir væru ófáir sem myndu taka þann kost að leggja niður vinnu með brauki og bramli þennan örlagadag, og myndi reynast erfitt að sniðganga þá. Krókódíllinn var greinilega nasbráður, og sá Brice Hortefeux af hyggjuviti sínu að ekki væri ráðlegt að styggja hann frekar. Svo rann upp fimmtudagurinn 29. janúar. Átta stærstu stéttarsambönd Frakklands höfðu boðað til verkfallanna, og var undirrótin sennilega að verulegu leyti sú að í ljós hefur komið að stjórnvöld, sem höfðu markvisst unnið að því að skera niður kostnað í félagsmálum, heilbrigðiskerfi, lækka eftirlaun og annað slíkt og borið við nauðsyn á sparnaði, skorti hins vegar ekki miljarða á miljarða ofan þegar þurfti að bjarga bankamönnum og bröskurum undan eigin mistökum. Kröfðust menn róttækrar stefnubreytingar nú þegar kreppan er að steypast yfir landið. Og þátttakan í verkföllunum og mótmælagöngunum varð meiri en nokkur átti von á. Samkvæmt lögreglunni tók ein milljón manna þátt í mótmælagöngum um allt Frakkland, en yfirmenn stéttarsambanda töldu að talan hefði verið nálægt tveimur og hálfri milljón. En hvað um það, þá er ein milljón allstór hópur manna, og það vakti athygli að mótmælagöngurnar voru ekki aðeins fjölmennar í París, heldur einnig í mörgum meðalstórum borgum: 21.000 í Rúðuborg og milli 25.000 og 60.000 í Clermont-Ferrand, svo dæmi séu nefnd, - en íbúatalan í síðarnefndu borginni er þó ekki nema 130.000. Og það sem meira var, skoðanakannanir sýndu að næstum sjötíu af hundraði Frakka voru hlynntir þessum verkföllum. Það vakti einnig athygli hve mikið var af ungu fólki í mótmælagöngunum, og því fylgdi nýtt hugmyndaflug í gerð mótmælaspjalda: með því að taka burt einn staf úr orðinu „verkfall" breyttist það t.d. í „draum", þannig að „allsherjarverkfall" varð „allsherjardraumur"… Í Frakklandi hafa viðbrögð yfirvalda við mótmælahreyfingum löngum verið tvenns konar. Ef mótmælin eru friðsöm og kurteis, hundsa yfirvöldin þau og hæðast að þeim - eins og ofangreind ummæli Sarkozys eru reyndar dæmi um - en ef harka kemst í aðgerðirnar og þær leiða kannske til uppþota og óeirða reyna þau að hræða almenning og snúa almenningsálitinu gegn mótmælendunum - segja þá jafnan að ekki verði samið við óeirðaseggi. En svo getur farið að mótmælaaldan rísi svo hátt, gjarnan þá með stuðningi almennings, og kannske með hörðum götubardögum í þokkabót, að ekki sé hægt að láta eins og ekkert sé, og þá eru lagafrumvörp dregin til baka, þá er farið að semja í dauðans ofboði og þá verða ráðherrar og kannske ríkisstjórnir að fljúga. Þetta óttast valdhafar meira en nokkuð annað. Og nú hafa fréttamenn haft fyrir satt að einhver skrekkur sé hlaupinn í Sarkozy, hann sé smeykur um að öll gremja og reiði almennings kristallist í einni voldugri hreyfingu sem ekkert fái lengur stöðvað. Því kom hann fram í sjónvarpi nokkrum dögum eftir verkföllin, dró nokkuð í land og boðaði einkum viðræður við fulltrúa stéttarsambanda, en á slíkt hafði hann ekki viljað heyra minnst fram að því. Á þessu kunni ein útvarpsstöðin skýringu: Frakklandsforseta hefði orðið tíðhugsað til óeirðanna í Grikklandi en svo hefði annað bæst við í ofanálag og honum síst orðið rórra við það, það voru mótmælin á Íslandi. Sarkozy vildi sem sé ekki eiga á hættu að verða afhrópaður eins og ríkisstjórn Geirs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Einhvern tíma í janúar upplauk Brice Hortefeux, félagsmálaráðherra Frakklands, upp sínum stóra túla og mælti þá orð sem um leið urðu fleyg: „Maður móðgar ekki krókódílinn áður en hann fer yfir fljótið." Þessu til skýringar er rétt að geta þess, að áður en Brice Hortefeux fékk þá stöðu sem hann gegnir nú var hann um skeið innflytjendaráðherra frönsku stjórnarinnar og lærði þá langar runur af spakmælum og orðskviðum upprunnum úr hinni svörtustu Afríku. Hefur hann þennan vísdóm frá Suðurálfu nú á hraðbergi við öll tækifæri og er þetta nokkuð merkilegt dæmi um það hvernig stjórnmálamenn geta lært af erfiðri reynslu. En ástæðan fyrir því að Brice Hortefeux fór að leiða hugann að stygglyndum krókódílum var sú að hinn 29. janúar höfðu verið boðuð eins dags verkföll um allt Frakkland. Og þegar sá dagur nálgaðist urðu margir til að rifja upp orð sem Sarkozy forseta höfðu hrotið af vörum í júlí síðasta sumar: „Þegar gert er verkfall í Frakklandi tekur enginn eftir því lengur." Einnig minntust menn annars sem forsetinn hafði sagt nokkru síðar: „Ég hlusta á það sem menn segja við mig, en ég tek ekkert tillit til þess." Nú virtust þessi ummæli með endemum klaufaleg. Allt benti nefnilega til þess að þeir væru ófáir sem myndu taka þann kost að leggja niður vinnu með brauki og bramli þennan örlagadag, og myndi reynast erfitt að sniðganga þá. Krókódíllinn var greinilega nasbráður, og sá Brice Hortefeux af hyggjuviti sínu að ekki væri ráðlegt að styggja hann frekar. Svo rann upp fimmtudagurinn 29. janúar. Átta stærstu stéttarsambönd Frakklands höfðu boðað til verkfallanna, og var undirrótin sennilega að verulegu leyti sú að í ljós hefur komið að stjórnvöld, sem höfðu markvisst unnið að því að skera niður kostnað í félagsmálum, heilbrigðiskerfi, lækka eftirlaun og annað slíkt og borið við nauðsyn á sparnaði, skorti hins vegar ekki miljarða á miljarða ofan þegar þurfti að bjarga bankamönnum og bröskurum undan eigin mistökum. Kröfðust menn róttækrar stefnubreytingar nú þegar kreppan er að steypast yfir landið. Og þátttakan í verkföllunum og mótmælagöngunum varð meiri en nokkur átti von á. Samkvæmt lögreglunni tók ein milljón manna þátt í mótmælagöngum um allt Frakkland, en yfirmenn stéttarsambanda töldu að talan hefði verið nálægt tveimur og hálfri milljón. En hvað um það, þá er ein milljón allstór hópur manna, og það vakti athygli að mótmælagöngurnar voru ekki aðeins fjölmennar í París, heldur einnig í mörgum meðalstórum borgum: 21.000 í Rúðuborg og milli 25.000 og 60.000 í Clermont-Ferrand, svo dæmi séu nefnd, - en íbúatalan í síðarnefndu borginni er þó ekki nema 130.000. Og það sem meira var, skoðanakannanir sýndu að næstum sjötíu af hundraði Frakka voru hlynntir þessum verkföllum. Það vakti einnig athygli hve mikið var af ungu fólki í mótmælagöngunum, og því fylgdi nýtt hugmyndaflug í gerð mótmælaspjalda: með því að taka burt einn staf úr orðinu „verkfall" breyttist það t.d. í „draum", þannig að „allsherjarverkfall" varð „allsherjardraumur"… Í Frakklandi hafa viðbrögð yfirvalda við mótmælahreyfingum löngum verið tvenns konar. Ef mótmælin eru friðsöm og kurteis, hundsa yfirvöldin þau og hæðast að þeim - eins og ofangreind ummæli Sarkozys eru reyndar dæmi um - en ef harka kemst í aðgerðirnar og þær leiða kannske til uppþota og óeirða reyna þau að hræða almenning og snúa almenningsálitinu gegn mótmælendunum - segja þá jafnan að ekki verði samið við óeirðaseggi. En svo getur farið að mótmælaaldan rísi svo hátt, gjarnan þá með stuðningi almennings, og kannske með hörðum götubardögum í þokkabót, að ekki sé hægt að láta eins og ekkert sé, og þá eru lagafrumvörp dregin til baka, þá er farið að semja í dauðans ofboði og þá verða ráðherrar og kannske ríkisstjórnir að fljúga. Þetta óttast valdhafar meira en nokkuð annað. Og nú hafa fréttamenn haft fyrir satt að einhver skrekkur sé hlaupinn í Sarkozy, hann sé smeykur um að öll gremja og reiði almennings kristallist í einni voldugri hreyfingu sem ekkert fái lengur stöðvað. Því kom hann fram í sjónvarpi nokkrum dögum eftir verkföllin, dró nokkuð í land og boðaði einkum viðræður við fulltrúa stéttarsambanda, en á slíkt hafði hann ekki viljað heyra minnst fram að því. Á þessu kunni ein útvarpsstöðin skýringu: Frakklandsforseta hefði orðið tíðhugsað til óeirðanna í Grikklandi en svo hefði annað bæst við í ofanálag og honum síst orðið rórra við það, það voru mótmælin á Íslandi. Sarkozy vildi sem sé ekki eiga á hættu að verða afhrópaður eins og ríkisstjórn Geirs.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun