Tölvupóstur um íslenskan banka kostaði Kent 500 milljónir 25. mars 2009 10:59 Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira