Í tilkynningum bankanna til Kauphallar segir að lánshæfismat þeirra sé nú BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Í tilkynningu S&P sé vísað til þess að jákvæðar horfur endurspegli mögulega hækkun lánshæfismats vegna aukins viðnámsþróttar auki bankarnir útgáfu skulda sem hafa aukna getu til að taka á sig tap og slíkar skuldir nái lágmarksviðmiði S&P, sem nemi 4 prósent af áhættuvegnum eignum samkvæmt aðferðafræði S&P.
Að mati S&P hafi nýlega samþykktar skilaáætlanir kerfislega mikilvægra banka á Íslandi varpað frekara ljósi á umfang undirskipaðra skuldbindinga sem bönkunum verði gert hafa útistandandi. Miðað við kröfu um undirskipan sem svarar til 23,4 prósent af áhættugrunni, að meðtalinni kröfu um eiginfjárauka, geri S&P ráð fyrir því að bankarnir muni gefa út umtalsvert magn af SNP-skuldabréfum á aðlögunartímabilinu fram til október 2027.