Viðskipti erlent

Vetrarhörkur vestanhafs hækka olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt undanfarna daga eftir að að fór niður í 34 dollara á tunnuna í síðustu viku. Í morgun var verðið á markaðinum í New York komið í 46 dollara og er skýringin sú að miklar vetrarhörkur eru nú í Bandaríkjunum.

Þá spilar inn í dæmið að svo virðist sem OPEC samtökum olíuframleiðsluríkja sé nú meiri alvara með að draga úr framleiðslu sinni en oft áður.

Lönd á borð við Venesúela og Íran hafa iðulega samþykkt niðurskurð OPEC meir í orði en á borði en nú berst fréttir um að þessi lönd fylgi niðurskuðurarlínunni sem er í gangi hjá OPEC.

Sérfræðingar sem vefsíðan e24.no ræddi við um málið búast þó við að þessar hækkanir nú séu til skamms tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×