Sky-fréttastofan greinir frá því í dag að Barcelona sé búið að setja Eið Smára Guðjohnsen á sölulista og mun selja hann fyrir rétt verð.
Eftir því sem fram kemur í fréttinni þá hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tjáð Eiði að hann sé ekki í framtíðarplönum sínum og því megi hann fara.
Hermt er að Barcelona vilji fá 5 milljónir evra fyrir Eið Smára.
Talið er að nokkur félög í Englandi hafi áhuga á Eiði og eitt þeirra er Blackburn sem Sam Allardyce, fyrrum stjóri Eiðs hjá Bolton, stýrir.
Tyrkneska félagið Besiktas er einnig talið vera á meðal þeirra félaga sem vilja fá Eið Smára í sínar raðir.