Það var mikið sagt í blöðunum fyrir leik Ítalíumeistara Inter og Catania. Það var svo gert út um málin á San Siro í kvöld.
Þar reyndist Inter sterkara og vann, 2-1. Sulley Muntari og Wesley Sneijder skoruðu mörk Inter áður en Catania minnkaði muninn sex mínútum fyrir leikslok.
Inter styrkti stöðu sína á toppnum með sigrinum.
Sampdoria er í öðru sæti deildarinnar en liðið skellti Bologna í dag, 4-1. Daniele Nannini skoraði tvö af mörkum Sampdoria í leiknum.