Framherjinn eftirsótti hjá Fiorentina, Stevan Jovetic, segist ekki hafa neinn áhuga á að yfirgefa herbúðir ítalska félagsins þó svo fjöldamörg stórlið séu að gefa honum auga þessa dagana.
Real Madrid er þar á meðal en Real var með Jovetic einnig í sigtinu á sínum tíma er hann gekk í raðir ítalska félagsins.
„Fiorentina er eina liðið sem ég er að hugsa um," sagði framherjinn sem skoraði tvö mörk gegn Liverpool í Meistaradeildinni.
„Nú vil ég skora aftur gegn Bayern í Meistaradeildinni og koma okkur í átta liða úrslit keppninnar.