Adriano Galliani varaforseti AC Milan segir að félagið sé búið að landa samningi um að halda David Beckham í sínum röðum fram í júní.
"Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Beckham verði hjá Milan þar til í júní. Ég er mjög bjartsýnn. Það eina sem vantar er undirskriftin og nokkur atriði sem þarf að slípa til. Við erum alveg að landa þessu og undirskriftin gæti komið í dag eða á morgun í síðasta lagi," sagði Galliani í samtali við Sky Sport Italia.