Fótbolti

Juventus mistókst að koma sér á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mauro Camoranesi eftir að hann misnotaði færi í leiknum í dag.
Mauro Camoranesi eftir að hann misnotaði færi í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP

Juventus tókst ekki að koma sér á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem liðið gerði jafntefli við Bologna á heimavelli í dag.

Með sigri hefði Juventus komist í sextán stig, einu meira en Sampdoria er með eftir sigur liðsins á Inter í gær.

David Trezeguet kom Juventus yfir strax á 24. mínútu leiksins en Adailton tókst að jafna metin fyrir Bologna á síðustu mínútu leiksins.

Roma gerði sömuleiðis 1-1 jafntefli við Catania á útivelli en Rómverjar eru aðeins í áttunda sæti deildarinnar.

Juventus kom sér þó í annað sæti deildarinnar á kostnað Inter með jafnteflinu í dag. Sampdoria er efst með fimmtán stig, Juve er með fjórtán og Inter og Fiorentina með þrettán.

6. umferðinni lýkur með leik AC Milan og Bari í kvöld en liðin eru nú í 12. og 13. sæti deildarinnar.

Úrslit dagsins:

Catania - AS Roma 1-1

Chievo - Atalanta 1-1

Juventus - Bologna 1-1

Lazio - Palermo 1-1

Napoli - Siena 2-1

Parma - Cagliari 0-2

Udinese - Genoa 2-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×