Allir nema Álfheiður eiga hlut í Smugunni 6. apríl 2009 12:51 Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG. Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands. Vinstri grænir hafa birt lista á heimasíðu sinni yfir fjárhag og hagsmunatengsl frambjóðenda í efstu sætum á framboðslistum flokksins í öllum kjördæmum. Þar kemur meðal annars fram að átta af níu þingmönnum flokksins eru meðal hluthafa í vefmiðlinum Smugunni. Flestir eiga 20-25 þúsund krónu hlut fyrir utan formanninn, Steingrím J. Sigfússon. Hann á 100 þúsund krónu hlut í vefmiðlinum. Á Smugunni kemur fram að vefmiðillinn er sjálfstæður en jafnframt að hann sé kostnaður af Vinstri grænum.Atli á stærsta hlutinn í Friðarhúsinu Steingrímur, Kolbrún Halldórsdóttir, Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson eiga öll 10-30 þúsund krónu hlut í Friðarhúsinu. Stærstan hlut á Atli Gíslason eða 200 þúsund krónur. Þingflokksformaðurinn Jón Bjarnason á hlutabréf í þremur félögu auk Smugunnar. Hann á rúmlega 100 þúsund krónu hlut í Hólalaxi, 216 þúsund krónu hlut í Sparisjóði Skagafjarðar og 4500 krónu hlut í Stofnsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Álfheiður Ingadóttir á hlutabréf að nafnvirði 225 þúsund í Plássinu, félagi um rekstur Hótels Flateyjar. Þá á Steingrímur rúmlega 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands, 50 þúsund krónu hlut í Fjallalambi, 150 þúsund krónu hlut í Seljalaxi og 7900 krónu hlut í Marel. Björn Valur Gíslason sem skipar þriðja sæti flokksins í Norðausturkjördæmi á hlutabréf í Össuri, Marel, Icelandic Group, Landsbanka Íslands, Eimskipafélagi Íslands og Straumi-Burðarás. Kosningar 2009 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Sjá meira
Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands. Vinstri grænir hafa birt lista á heimasíðu sinni yfir fjárhag og hagsmunatengsl frambjóðenda í efstu sætum á framboðslistum flokksins í öllum kjördæmum. Þar kemur meðal annars fram að átta af níu þingmönnum flokksins eru meðal hluthafa í vefmiðlinum Smugunni. Flestir eiga 20-25 þúsund krónu hlut fyrir utan formanninn, Steingrím J. Sigfússon. Hann á 100 þúsund krónu hlut í vefmiðlinum. Á Smugunni kemur fram að vefmiðillinn er sjálfstæður en jafnframt að hann sé kostnaður af Vinstri grænum.Atli á stærsta hlutinn í Friðarhúsinu Steingrímur, Kolbrún Halldórsdóttir, Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson eiga öll 10-30 þúsund krónu hlut í Friðarhúsinu. Stærstan hlut á Atli Gíslason eða 200 þúsund krónur. Þingflokksformaðurinn Jón Bjarnason á hlutabréf í þremur félögu auk Smugunnar. Hann á rúmlega 100 þúsund krónu hlut í Hólalaxi, 216 þúsund krónu hlut í Sparisjóði Skagafjarðar og 4500 krónu hlut í Stofnsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Álfheiður Ingadóttir á hlutabréf að nafnvirði 225 þúsund í Plássinu, félagi um rekstur Hótels Flateyjar. Þá á Steingrímur rúmlega 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands, 50 þúsund krónu hlut í Fjallalambi, 150 þúsund krónu hlut í Seljalaxi og 7900 krónu hlut í Marel. Björn Valur Gíslason sem skipar þriðja sæti flokksins í Norðausturkjördæmi á hlutabréf í Össuri, Marel, Icelandic Group, Landsbanka Íslands, Eimskipafélagi Íslands og Straumi-Burðarás.
Kosningar 2009 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent