Michael Curry fékk að kynnast því í dag að það er ekkert grín að þjálfa Detroit Pistons. Þar er krafa um árangur og þar sem árangurinn var enginn síðasta vetur hefur Curry verið rekinn eftir aðeins ár í starfi.
Liðið vann ekki helming leikja sinna síðasta vetur og féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á skammarlegan hátt.
Það hefur samt ekki alttaf dugað að vinna leiki í úrslitakeppninni til að halda vinnunni hjá Pistons. Það veit Flip Saunders manna best.
Curry var aðstoðarmaður hjá Saunders eitt tímabil.