Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 Framtíðarsýn sparisjóðanna kynnt. Gísli Jafetsson og Guðjón Guðmundsson segja mikilvægt að tryggja tilvist sparisjóða landsins. Mynd/GVA „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið. Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira