Tveir leikir Íslandsmeistara Stjörnunnar í N1 deild kvenna í handbolta hafa verið færðir yfir á næsta ár þar sem rúmenski markvörður liðsins, Florentina Stanciu, hefur verið valin í landsliðshóp Rúmena sem er á leiðinni á HM í Kína í næsta mánuði.
Þetta er leikur Stjörnunnar og Fram, sem átti að vera 5. desember verður miðvikudaginn 6.janúar kl.19.30, og leikur FH og Stjörnunnar sem átti að vera 12 desember en verður nú þriðjudaginn 26. Janúar kl.19.30.
Þetta mun þýða að Stjörnukonur leika ekki fleiri leiki á þessu ári en næsti deildarleikur liðanna verður því 6. janúar. Þær munu síðan leika sex deildarleiki í janúar.
Florentina á leiðinni á HM í Kína - Stjörnuleikir færðir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti




Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

