NBA í nótt: Ótrúleg sigurkarfa Anthony Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 11:20 Carmelo Anthony skorar sigurkörfuna í leiknum. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira