Zlatan Ibrahimovic skoraði í sínum fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni með Barcelona er liðið vann 3-0 sigur á Sporting Gijon í kvöld.
Ibrahimovic fékk nokkur góð færi í leiknum áður en hann skoraði með skalla seint í leiknum. Hin mörkin í leiknum voru einnig skallamörk en þau skoruðu Bojan Krkic og Seydou Keita.
Lionel Messi, Andres Iniesta og Thierry Henry voru allir fjarverandi í liði Barcelona.