Kobe Bryant vonast til þess að Lamar Odom verði áfram hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en samningamálin fóru upp í loft á dögunum. Odom hefur verið orðaður við Miami upp á síðkastið.
„Ég er bjartsýnn á að hann komi aftur til okkar. Hann mun gera okkur af miklu sterkara liði," sagði Bryant á blaðamannfundi í Singapúr sem er hluti af sex landa kynningarför hans um Asíu.
Bryant talaði líka um hversu mikið Ron Artest myndi styrkja liðið og að hann hafi engar áhyggjur af því að Phil Jackson taki því rólega og "velji" sér leiki til að stýra liðinu næsta vetur.
„Hver sagði að hann ætlaði að þjálfa minna. Phil er bara að stríða ykkur. Hann verður með okkur allan tímann nema að hann þurfi að fara í læknisskoðun á sama tíma," sagði Kobe.