Barcelona staðfesti á opinberri heimasíðu félagsins í gærkvöld að samkomulag hefði náðst við Inter vegna fyrirhugaðra félagsskipta Maxwell til Spánar. Kaupverðið er þar sagt vera tæpar 4 milljónir punda.
Ítalskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því í dag að miðjumaðurinn Alexander Hleb gæti verið á leið til Inter sem hluti af félagsskiptum Maxwell.
Hvítrússinn Hleb hefur ekki fengið mörg tækifæri á Nývangi en hann gekk í raðir Börsunga frá Arsenal fyrir einu ári síðan, upp á dag, á 11,8 milljónir punda.