Toyota að slá toppliðin út 4. mars 2009 08:40 Timo Glock á Toyota hefur verið fljótastur allra tvo daga í röð. Mynd: Getty Images Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Timo Glock á Toyota hefur verið sprettharður síðustu daga á Jerez brautinni á Spáni, en æfingar þar eru liður í undirbúningi Formúlu 1 liða fyrir tímabilið sem hefst í lok mars. Glock var sneggstur þegar rigndi á mánudag og einnig í gær, en Felipe Massa á Ferrari reyndist næst fljótastur báða dagana. "Það er ljóst að 2009 bíllinn er fljótari en 2008 bíllinn. Svo henta nýju sléttu kappakstursdekkin mér betur en ella. Ég hef notað slík dekk í fjölda ára og fékk nokkur grá hár við að prófa dekkin með raufum sem voru notuð í fyrra. Ég vandist þeim þó, en þessi eru betri", sagði Glock eftir æfingarnar í gær. Misjafnt er hvort keppnislið ætla að nota KERS kerfið svokallað sem býður upp á aukin kraft í tæpar 7 sekúndur í hring, en sum lið telja búnaðinn ekki nægilega traustan fyrir fyrsta mót. Búnaðurinn á að auka möguleika á framúrakstri. Formúlu 1 liðin verða á Jerez í dag og á morgun, en síðan er hlé til mánudags. Þá aka keppendur á Barcelona brautinni á Spáni í fjóra daga. Má búast við öllum liðum þar, en Stöð 2 Sport verður þar á staðnum við undirbúningi á fyrstu þáttum um Formúlu 1. Fyrsti þáttur verður 18. mars. Sjá meira um Toyota bílinn
Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira