Stórstjarnan Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid segist í samtali við spænska blaðið AS vonast til þess að vera klár á nýjan leik með „Los Blancos" í seinni leiknum gegn AC Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í byrjun nóvember.
Hann ítrekar þó að hann muni ekki snúa aftur fyrr hann sé alveg laus við meiðslin.
„Ég vona að ég verði klár fyrir leikinn gegn AC Milan á San Siro því það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur og ég vill alls ekki missa af honum. Ég vill hjálpa liðsfélögum mínum í baráttunni en ég verð líka að sýna skynsemi því tímabilið er langt og leikirnir margir. Ég sný því ekki aftur fyrr en ég er orðinn hundrað prósent leikfær," segir Ronaldo.