Fótbolti

Juventus að vinna kapphlaupið um De Rossi?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Corriere dello Sport er Juventus nú í bílstjórasætinu með að hreppa ítalska landsliðsmanninn Daniele De Rossi hjá Roma en miðjumaðurinn varð afar ósáttur þegar knattspyrnustjórinn Luciano Spalletti hætti hjá Rómarborgarfélaginu.

Chelsea reyndi að kaupa De Rossi í sumar og bauð 40 milljónir evra en kauptilboðinu var hafnað. Í skjóli félagaskiptabanns Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA á hendur Chelsea er Juventus sagt ætla að stökkva til og ganga frá kaupum á De Rossi í janúar eða eftir HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Christian Poulsen, Tiaga, Lorenzo Ariaudo og Cristian Molinaro gætu allir verið notaðir af Juventus sem skiptimynt til þess að landa De Rossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×