Gar Forman hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Chicago Bulls í NBA deildinni í stað John Paxon, en sá síðarnefndi mun áfram starfa hjá félaginu.
Forman er á sínu ellefta ári hjá Bulls en hann hefur verið yfirmaður leikmannamála síðan í janúar árið 2004.
Paxon byrjaði hjá félaginu sem leikmaður árið 1985 en hefur síðan verið sjónvarpsmaður, þjálfari og stjórnarmaður hjá Bulls.
Chicago féll úr leik í oddaleik á móti meisturum Boston Celtics í fyrstu umferði úrslitakeppninnar eftir að hafa endað með 41 sigur og 41 tap í deildarkeppninni.